Endurbætur á poolborði

Mikil gleði ríkir meðal margra nemenda unglingastigs í dag en loksins var hægt að opna poolborðið okkar aftur eftir miklar endurbætur. Nýr dúkur var settur á borðið, nýir kjuðar keyptir og nýjar kúlur. Nemendur unglingastigs aðstoðuðu við uppgerðina undir stjórn Gumma smíðakennara, sem fær ásamt þeim nemendum, okkar bestu þakkir. Við í Giljaskóla erum afskaplega glöð að geta boðið unglingastiginu okkar upp á þessa afþreyingu og er borðið mikið notað við hvert tækifæri.

Það voru kátir drengir í 9.bekk sem tóku fyrsta leikinn á nýuppgerðu borði.

Birna í Dimmuborgum