Dimmuborgir- Félagsmiðstöðin í Giljaskóla.

Félagstarf er nauðsynlegt fyrir alla. Sérstaklega fyrir unglinga þar sem vinir og félagstarf skipta miklu máli í mótun hvers manns. Félagsmiðstöð er staður þar sem unglingar geta komið saman og skemmt sér. Ýmsir leikir og skemmtun fer þar fram. Dimmuborgir er góður og hlýr staður til að vera á.


Það er alltaf gott að geta komið inn í Dimmuborgir og hent sér í sófann í eyðu, frímínútum eða þegar það er frí í tíma. Það er mjög svo gott andrúmsloft þarna inni. Alltaf nóg pláss fyrir alla og sjónvarpið og flakkarinn eru ekkert að skemma fyrir. Það er næstum aldrei neitt vesen í félagsmiðstöðinni. Ef eitthvað kemur upp á er það oftast í tengslum við Pool-borðið eða borðtennisborðið. Við mættum alveg fara betur með þau.
Það er alveg nauðsynlegt að hafa manneskju þarna sem nær til okkar unglinganna og er skemmtileg. Við höfum eina slíka. Birna, sem er að vinna með okkur, er mjög skemmtileg og nær vel til okkar.
Ég hef mikinn áhuga á félagsstarfi og öllu sem því tengist. Þess vegna vil ég að Dimmuborgir séu meira opnar á daginn. Það eru alltaf einhverjar manneskjur í skólanum til 16:00 og af hverju ekki þá að leyfa okkur krökkunum að vera í Dimmuborgum til 16:00? En auðvitað eigum við að vera þakklát fyrir að vera með þessa aðstöðu því það er ekkert sjálfsagt. Ekki eru allir skólar með svona góða aðstöðu eins og við. Í sumum skólum er jafnvel aðstaðan lítil sem engin.  
Alltaf er hægt að bæta það sem er gott. Það sem við krakkarnir tölum mikið um eru svona einfaldar umbætur svo sem gardínur í gluggana og hátalara fyrir iPod. Dimmuborgir draga okkur krakkana á unglingastigi mikið saman. Við kynnumst líka yngri krökkunum mikið þarna inni.
Ég gekk um skólann og spurði nokkra kennara hvað þeim fyndist um Dimmuborgir. Það voru allir á sama máli. Kennarar eru mjög ánægðir með aðstöðuna sem við eigum hér. Þeir segja að það létti á álaginu og hávaðanum á göngunum.


Giljaskóli er einn af fáum skólum með svona góða félgasaðstöðu eins og við erum með. Þegar uppi er staðið er hún okkur mjög mikilvæg og bara góð fyrir okkur. Allir sem starfa í skólanum, ungir sem aldnir, eru mjög ánægðir með þessa aðstöðu. Dimmuborgir dregur okkur krakkana saman og það er alltaf gaman að fá að komast þangað inn.

 

Heiða Hlín Björnsdóttir 10.BKÓ