Dimmuborgir

Dimmuborgir eru félagsmiðstöð Giljaskóla og eru á fyrstu hæð. Félagsmiðstöðin er meira fyrir eldri krakkana en auðvitað mega yngri krakkarnir líka njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða. Eldri krakkarnir fara þangað t.d. þegar þeir eru í eyðu eða ef kennarar forfallast og tíminn fellur niður.

Í Dimmuborgum getur maður gert alls konar skemmtilega hluti t.d. spilað, horft á sjónvarpið, spilað borðtennis, pool, fótboltaspil og fleira. Sumum krökkum finnst gott að geta bara farið heim í eyðum og svoleiðis en öðrum finnst bara miklu betra að geta farið í Dimmuborgir og notið sín. Starfsmaðurinn sem sér um Dimmuborgir heitir Birna en hún er bara mjög ljúf, góð og skemmtileg og stendur sig bara mjög vel. Í Dimmuborgum eru margir sófar þar sem maður getur látið fara vel um sig og haft það kósý með teppi að horft á sjónvarpið. Mín upplifun á Dimmuborgum er bara æðisleg og gaman fyrir krakkana að fá smá frí frá lærdómnum. Krakkar úr níunda og tíunda bekk geta valið félagsmiðstöðvarval. Í félagsmiðstöðvarvali sjá krakkarnir um opnu húsin, græja stundum böllin og stundum hittast þau á kvöldin og gera eitthvað skemmtilegt saman. Opnu húsin eru á mánudagskvöldum klukkan hálf átta til hálf tíu og mega allir sem vilja og eru í áttunda til tíunda bekk úr hvaða skóla sem er mæta. Á opnum húsum er margt skemmtilegt gert og er það kjörið tækifæri til þess að kynnast fleiri krökkum. Það er alltaf opin sjoppa og peningurinn sem safnast þar er notaður í félagsmiðstöðina.

Ekki eru margir skólar sem hafa svona góða aðstöðu eins og Giljaskóli en sumir hafa kanski ekki neina. Ég valdi að skrifa um Dimmuborgir vegna þess að mér finnst gaman að eyða tímanum mínum þar og vil endilega að enn fleiri krakkar prófi það. Ég vona að sem flestir njóti þess að hafa svona æðislega félagsmiðstöð og gangi vel um hana svo að það verði nú ekki tekið allt frá okkur. Njótum þess að eiga hana.

Arnheiður Björk Harðardóttir 8.SKB