Dimmuborgir

Dimmuborgir eru uppáhalds staðurinn minn í skólanum. Það er mjög gott að geta komið þangað í eyðum og frímínútum. Í frímínútum borðum við nesti inni í sal og svo getum við farið í Dimmuborgir eftir að við erum búin að borða. Í salnum megum við kveikja á tónlist í frímínútum og á opnum húsum.

Í Dimmuborgum er hægt að horfa á myndir eða þætti í flakkaranum og svo er líka hægt að fara í borðtennis, fótboltaspilið eða í billjard. Svo eru líka tölvur þarna en það er ekkert net sem er ömurlegt því þá er bara hægt að fara í byssu- eða bílaleiki sem við stelpurnar viljum ekkert fara í! Þá er líka hægt að spila á venjuleg spil eða fara upp á bókasafn og fá borðpspil að láni. Eða bara setjast í sófa með teppi, spjalla og slaka á eða einfaldlega sofna þar í löngum eyðum. Mér finnst samt vanta gardínur þarna því það er mjög óþægilegt þegar maður er að horfa á sjónvarpið og það glampar á skjáinn út af sólinni.

Birna S. Baldursdóttir sér um Dimmuborgir á skólatíma. Hún er mjög skemmtileg og góð og hún er alltaf í góðu skapi! Ég er mjög ánægð að hún skuli sjá um staðinn. Á mánudags- og miðvikudagskvöldum er opið hús og þá fylgist Hlynur Birgisson með öllu. Á opnu húsi koma krakkar á unglingastigi og fara í alls konar keppnir eða leiki eða horfa á mynd. Á opnu húsi er einnig hægt að fara í playstation eða bara koma og hafa kósý og borða nammi. Það er líka nýbúið að koma með 2 nýja sófa og 2 þægilega stóla sem er frábært. Þá er nýbúið að mála öðruvísi á litinn þarna sem er mjög gott því ég er alveg komin með nóg af þessum gula og hvíta lit í skólanum.

Mér finnst gott að hafa Dimmuborgir í skólanum okkar og að við getum komið og hvílt okkur í eyðum og horft á mynd. Að geta spilað eða farið í borðtennis, billjard eða fótboltaspil er frábært. En það mætti laga ýmislegt. Til dæmis mætti koma með gardínur og gott væri að hafa internet þarna. Við erum mjög heppin að hafa þennan stað. Það eru ekki allir nemendur svona heppnir.

Kara Marín Bjarnadóttir 9.BIS