Breytingar á skólastarfi fram að páskaleyfi

Skólastarf verður með óhefðbundnum hætti næstu daga og þurfum við öll að gera okkar besta við þessar aðstæður. Hér má sjá helstu atriði varðandi þær breytingar sem verða en einnig munu umsjónarkennarar senda póst um frekara skipulag.  Eftirfarandi atriði er mikilvægt að skoða:

Skólastarf:

 • Ytri rammi skólastarfs er eftirfarandi:

  • Nemendur sérdeildar eru í skólanum 8:30 - 13:00.

  • Nemendur í 1. - 3. bekk eru í skólanum 8:00 - 11:45.

  • Nemendur í 4. - 7. bekk eru í skólanum 8:15 - 12:00

  • Nemendur í 8. - 10. bekk eru í skólanum 13:00 - 15:00 auk fjarnáms

 • Við óskum eftir því að nemendur mæti á þeim tíma sem kennsla hefst til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir blöndun milli hópa (þ.e.a.s. ekki of snemma).

 • Við gerum ráð fyrir að kennarar fylgi nemendum að útidyrum í lok skóladags svo foreldrar þurfi ekki að koma inn í skólann að óþörfu.

 • Íþróttir, sund, list- og verkgreinar ásamt valgreinum falla niður en leitast verður við að nemendur fái hreyfingu og skapandi skólastarf eftir því sem því verður við komið. 

 • Gert er ráð fyrir aukinni útiveru í stað hefðbundinnar íþrótta- og sundkennslu og því nauðsynlegt að börnin kom vel klædd.

Nesti og hádegismatur:

 • Ekki verður boðið upp á hafragraut að morgni.

 • Hádegismatur verður í boði fyrir nemendur í 1. - 3. bekk og sérdeild. Nemendur 1. - 3. bekkjar verða í matsal í sínum hópum og nemendur sérdeildar fá mat á sitt svæði.

 • Allir koma með nesti og drykk að heiman. Mælum með vatni á brúsa.

 • Samlokugrill og örbylgjuofnar verða ekki í notkun. 

Frístund:

 • Einungis verður boðið upp á frístund fyrir skráða nemendur í sérdeild og 1. og 2. bekk.

  • Nemendur verða í sömu hópum og þeir hafa verið fyrr um daginn og eru þá á fyrirframskilgreindum svæðum.

 • Nemendur í 1. og 2. bekk ljúka skóla kl. 11:45 og þá mun starfsfólk frístundar vísa þeim á sín svæði.

 • Eins og venjulega fá nemendur hressingu í frístund.

 • Við þurfum að takmarka aðgengi allra inn í skólann og því óskum við eftir að foreldrar komi ekki inn þegar börnin eru sótt. Starfsmaður verður í anddyri og kallar eftir börnum þegar þau eru sótt. 

Þessa dagana tökum við einn dag í einu og allir þurfa að hjálpast að. Eflaust verður margt sem þarf að endurskoða og biðjum við ykkur um að fylgjast vel með tölvupósti og heimasíðu skólans.