Bókasafnið í Giljaskóla

Það er um 9000 bækur á bókasafni Giljaskóla. Þar er því mikið úrval af bókum og hver og einn getur fengið bækur við sitt hæfi. Á bókasafninu eru ekki bara bækur á íslensku. Þar eru líka nokkrar erlendar bækur en þær eru flestar notaðar til ritgerðar. Á bókasafninu er sófi sem hægt er að setjast í og lesa bækur og hafa það notarlegt Þá er líka til nokkur spil til á bókasafninu.

Ingunn V. Sigmarsdóttir er skólasafnskennarinn í Giljaskóla. Hún segir að bókasafnið sé nýtt ágætilega en þó mættu nemendur og starfsmenn nýta það betur. Ingunn sér um að raða og flokka bækurnar. Hún hefur líka haft tíma fyrir yngstu krakkana í skólanum og kennir þeim á bækur og ýmislegt um bækur. Hún flokkar líka bækurnar þannig að yngstu krakkarnir séu ekki  að lesa of þungar og skuggalegar bækur. Ingunn hefur líka haft kynningu á nýjum bókum sem hún hefur keypt um jólin. Einnig hefur hún haft samband við rithöfunda og fengið þá til að koma og kynna sínar bækur. Giljaskóli hefur verið að taka þátt í upplestrarkeppnni seinustu ár og hefur Ingunn hjálpað mikið við að þjálfa krakkana. Tvær upplestrar keppnir hafa verið í boði fyrir nemendur. Litla upplestrarkeppninn er haldin til að undirbúa 4. bekkinga fyrir stóru upplestrarkeppnina sem haldin er fyrir 7. bekkinga. Stundum eru bækurnar rifnar og spilin líka og þá þarf Ingunn að líma saman og laga. Hún þarf líka að raða bókunum í réttar hillur eftir notkun svo hægt sé að finna þær aftur þegar einhver annar þarf að nota þær. Mér finnst þægilegt að hafa bókasafn í skólanum svo við þurfum ekki að koma með bækur að heiman. Þá getum við fengið lánaðar bækur sem við eigum ekki heima en okkur langar að lesa.

Við í Giljaskóla erum heppin að hafa bókasafn þar sem eru bæði bækur á íslensku og erlendu tungumáli og við erum líka heppin að hafa Ingunni til þess að hjálpa og fræða okkur um bókasöfn og hjálpa okkur að ná í heimildir fyrir námið.

Ásdís Jana Ólafsdóttir 8. RK