Bekkjarkvöld hjá 3.bekk

Heil og sæl,

Bekkjarfulltrúar í 3.bekk stóðu fyrir bekkjarkvöldi í sal Giljaskóla þriðjudaginn 4.október.

Auglýst var búningaball fyrir nemendur og voru systkini velkomin með. Einnig hvöttum við foreldra til að mæta í búningum.

Hver fjölskylda var beðin um að leggja til einn snakk,popp poka sem fór á sameiginlegt snakkborð og var vatn í boði með. Kaffi var líka í boði fyrir foreldrana.

Mæting var góð og skemmtu krakkarnir sér vel. Farið var í ásadans og stoppdans.

Eitthvað var um það að krakkarnir kæmu bara ein en þessir viðburðir eru til þess að foreldrar og börn skemmti sér saman.

Ballið var einn og hálfan tíma 17:00 – 18:30 og var það hæfilegur tími.

 

Ásrún, Anna María, Jón Þór og Birna