Árshátíðardagar 1. - 7. bekkjar og sérdeildar í Giljaskóla

Nú standa yfir árshátíðardagar í Giljaskóla. Þeir eru með breyttu sniði að þessu sinni vegna sóttvarnarráðstafana og því eru ekki foreldrasýninar eða kaffihlaðborð, Hátíðin var samt haldin hjá nemendum og starfsfólki og í gær voru fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg atriði sýnd á nemendasýningm. Nemendur sérdeildar gerðu líflegt og skemmtilegt tónlistarmyndband, 1. - 3. bekkur sýndi Tröll í þremur hlutum, 4. bekkur kynnti okkur fyrir Bakkabræðrum, 5. bekkur sýndi Ávaxtakörfuna, 6. bekkur var með skemmtilegt taktfast dansatriði og 7. bekkur sýndi stutt skemmtileg myndbrot og sungu síðan vinalag við fallegan texta Ingunnar Sigmarsdóttur skólasafnskenara Giljaskóla.

Mikil stemning var í húsinu og gleðin við völd :)

Í dag vinna nemendur á stöðvum í blönduðum hópum og enda skóladaginn á diskói í íþróttasal skólans.