Árshátíð 1. - 7. bekkjar og sérdeildar stendur yfir

Nú stendur árshátíð yfir í Giljaskóla og hafa nemendur sérdeildar og 1. - 7. bekkjar undirbúið fjölbreytt og skemmtileg atriði. Loksins. loksins fá þau tækifæri til að sýna fyrir foreldra og aðra gesti.

Seinni sýning árshátíðar verður í dag kl. 17 og hvetjum við alla áhugasama til að koma og taka þátt í gleðinni með okkur. Að sýningu lokinni er glæsilegt kaffihlaðborð og eru það nemendur 10. bekkjar og foreldrar þeirra sem eiga veg og vanda að því. Allur ágóði kaffihlaðborðsins rennur í útskriftarferð 10. bekkjar.
Hlökkum til að sjá ykkur!