Andrúmsloftið í Giljaskóla

Mörgum finnst andrúmsloft í skólum mjög mikilvægt. Að okkar mati skiptir það gríðarlega miklu máli. Okkur finnst voðalega lítið talað um að það þurfi að vera gott andrúmsloft til að öllum líði vel. Á það jafnt við um samskipti kennara sín á milli, milli nemenda og síðast en ekki síst milli kennara og nemenda.

Við höfum velt þessu töluvert fyrir okkur og ákváðum því að ganga um skólann til að fylgjast með skólabragnum. Við töluðum við nokkra kennara og nemendur í Giljaskóla. Kennararnir höfðu á orði að stundum væri andrúmsloftið slæmt milli nemenda. Oftast væri það  frekar gott þó alltaf væri hægt að gera betur. Flestir úr hópi nemenda sem við töluðum við voru á þeirri skoðun að meiri jákvæðni mætti ríkja þeirra á milli. Við fengum ýmsar góðar hugmyndir frá þeim um hvernig mætti bæta andrúmsloftið. Ein var sú að gera Giljaskóla heimilislegri. Til dæmis væri hægt að skreyta skólann.

Við höfum nokkrar hugmyndir um hvernig við gætum bætt andrúmsloftið og ætlum að deila þeim með ykkur.  Sem dæmi má nefna hópavinnu í kennslustundum. Til að nemendur eigi samskipti við fleiri en alltaf þá sömu mætti hugsa sér að leyfa þeim ekki að velja sig í hópa. Að kennarinn ákveði hópana og setji ekki alltaf þá sömu saman í hóp. Önnur hugmynd er sú að láta bekkina gera meira saman. Það væri hægt að halda fleiri bekkjarfundi svo að bekkurinn nái betur saman.

Á unglingastiginu er mikilvægt að andrúmsloftið sé gott ekki síst í Dimmuborgum (félagsmiðstöð Giljaskóla). Þannig er það þó ekki alltaf. Þar væri hægt að bæta andrúmsloftið með því að vinna meira saman t.d útbúa myndir eins og eru núna  í Dimmuborgum. Þær eru orðnar dálítið gamlar og mætti endurnýja þær. Hugsanlega væri hægt að hafa sérstakan uppbrotsdag til að gera eitthvað skemmtilegt fyrir Dimmuborgir. Búa til nýjar myndir eða annað sem bætir útlit félagsmiðstöðvarinnar og andrúmsloftið milli nemenda. Slá tvær flugur í einu höggi!

Persónulega finnst okkur að það megi heilt yfir vera aðeins betra andrúmsloft milli nemenda. Í svo stórum hópi fólks eins og í grunnskóla er ekki óeðlilegt að upp komi strembin tilfelli í samskiptum. En við getum alltaf bætt okkurJ

Ásdís Inga Viktorsdóttir 9. BKÓ

Helga Sólveig Jensdóttir 9. BKÓ

 

Gott andrúmsloft er nauðsynlegt svo öllum líði vel