Áfengisneysla unglinga

Mér finnst of margir byrjaðir að drekka á unglingsaldrinum sem er alls ekki nógu gott því það er  ekki er ráðlagt að drekka svona ungur. Það hefur í för með sér slæmar afleiðingar. En af hverju höldum við samt  áfram? Við verðum að breyta þessu sem fyrst því þetta er orðið of mikið.

Unglingar eru orðnir of fljótir að gefa eftir og láta draga sig inn í eitthvað sem þeir endilega vilja ekki. Á Vísindavefnum var sagt frá könnun sem var gerð um drykkju unglinga á Íslandi  árið 1996. Höfðu 92% 17 ára unglinga prófað að drekka áfengi. Í könnunini kom einnig fram að 50% 14 ára, 60% 15 ára og nær 70 % 17 ára yrðu oftast eða næstum alltaf fullir þegar þeir neyttu áfengis. Hættan á alkahólisma minnkar um 14% við hvert ár sem áfengisneysla frestast og það er góð ástæða fyrir því að að fresta því að byrja að drekka. Flestir drekka til þess að skemmta sér og næstflestir því þeim líður illa. Hópþrýstingur frá jafnöldrum er sennilega algengasti hvatinn. Talið er að íþróttir, tómstundir og gott samband milli foreldra haldi unglingum frá drykkju og öðrum vímuefnum. Fólk getur ekki keypt áfengi fyrr en 20 ára og er gild ástæða fyrir því. Þroskatatími heilans fram að tvítugu er mjög mikilvægur og þess vegna á ekki að neyta áfengis fyrr en eftir tvítugt. Áfengisneysla fyrir  tvítugt hefur áhrif á tilfinningalíf, námsgetu og aðra hæfni. Sárafáir bíða samt með þetta því þeim finnst þetta spennandi eins og allt sem nýtt er. Vandinn er mikill þar sem ekki er ráðlagt að drekka áfengi fyrir 20 ára aldur en dæmi eru um að 14 ára fermingarbörn séu byrjuð á því. Unglingar ættu frekar að leita sér hjálpar við vandamálum sínum í staðinn fyrir að drekka þau í burtu. Það eru til allskyns samtök sem eru alltaf til í að hjálpa og það er alltaf hægt að leita til þeirra. Sumir foreldrar borga bílpróf fyrir unglinga sína með því skilyrði að þeir fikti ekki við áfengi eða vímuefni árið sem þeir eru að taka bílprófið. Mér finnst þessi hugmynd flott. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem fara ekki eftir samningnum og drekka á meðan foreldar þeirra borga fyrir þá bílprófið. Foreldrar sem komast að þessu hafa látið krakkana sína borga þeim bílprófið til baka. Það verður að gera meira af einhverju svona til að krakkar hætti við að byrja að drekka svona snemma því forvarnirnar eru greinilega ekki að hafa áhrif á alla. Ég gæti trúað að eitthvað svona gæti seinkað því. Svo auðvitað þarf það ekki að snúast um að borga eithvað. Við þurfum að lækka þessa háu prósentutölu og gera meira til þess að minnka áhuga unglinga á þessu því algengasta ástæðan fyrir að unglingar prófa að drekka er forvitni. Þetta er eitthvað nýtt og spennandi sem maður hefur aldrei prófað áður og þetta breytir hvernig þú hugsar og hegðar þér. Krakkar á aldrinum 18-20 ára lýsa þessu sem bestu skemmtun lífs síns. Ég held að viðkvæmar og grófar auglýsingar gegn áfengisdrykkju gætu líka haft áhrif á unglinga. Unglingar sem eru búnir að ákveða að drekka ekki áfengi eru mjög fljótir að skipta um skoðun þegar þeim er boðið áfengi. Fjórtán ára er mjög lágur aldur og hvað ef hann lækkar niður í 13 ár? Krakkar í 7. bekk sem eru nýbyrjaðir á kynþroskaskeiði?

Margir unglingar byrja að neyta áfengis of snemma. Allir verða að vinna saman til að ná að lækka aldurinn  með grófum  auglýsingum, hjálp foreldra, forvörnum og niðurstöðum rannsókna. Það er mikið sem unglingar vita ekki um og gera sér ekki grein fyrir áður en þeir ákveða að byrja að drekka. Við verðum að gera þessa hluti áberandi.

Karen Dögg Baldursdóttir 10. SKB

Greinin  er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum í febrúar.