Æfum rýmingu

Eins og fram kemur í öryggisáætlun Giljaskóla ber okkur að æfa rýmingu á skólahúsnæðinu með reglubundnum hætti. Í vetur höfum við verið að endurskoða rýmingaráætlun okkar og í kjölfarið höfum við haldið tvær rýmingaræfingar með stuttu millibili. Æfingarnar gengu afar vel og tekur stuttan tíma að rýma húsnæðið þar sem starfsfólk og nemendur kunna sitt hlutverk vel.