Að vera nýr í skóla

Að byrja í nýjum skóla getur verið spennandi og skemmtilegur tími fyrir krakka. Allt er nýtt og framandi, nýtt umhverfi, nýir kennarar og nýir bekkjafélagar. Það að byrja í öðrum skóla getur reynst mörgum erfitt og er því mikilvægt að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera til að krakkar aðlagist fljótt og líði sem best í nýjum skóla.

Það fer eftir einstaklingum hversu auðvelt það er að vera nýr í skóla. Sumir eiga erfiðara en aðrir með að aðlagast nýju umhverfi og nýjum aðstæðum. Margir hafa áhyggjur af því að falla ekki inn í hópinn, hræddir um það að vera eitthvað öðruvísi en hinir og hræddir við að þekkja engan. Aðaláhyggjuefnið hjá krökkum er oft að hafa engan til að vera með. Þeir sem eru feimnir og eiga erfitt með að tjá sig, geta orðið stressaðir og kvíðnir og getur það valdið erfiðleikum hjá þeim krökkum.

Í nýjum skóla er margt sem þarf að læra inn á. Í fyrsta lagi þarf að læra að rata um skólann, það er að segja vita hvar kennslustofurnar eru, matsalurinn, íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt. Bara það að vita ekki hvert á að fara getur verið mjög erfitt og valdið kvíða hjá sumum krökkum. Til að líða vel í skóla er mikilvægt að eiga góða vini. Í nýjum skóla þarf að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini og eiga krakkar misjafnlega auðvelt með það. Þeir sem eru opnir, jákvæðir og glaðlyndir eiga yfirleitt auðvelt með það og getur þessi tími því orðið spennandi og skemmtilegur fyrir þá krakka.

Margt er hægt að gera til þess að þessi tími verði sem auðveldastur fyrir börn t.d er það mjög mikilvægt að allir, bæði nemendur og kennarar hjálpist að við það að bjóða nýja nemandann velkominn.

Þegar farið er í nýjan skóla er mikilvægt að muna að fara í skólann með opnu hugafari, vera jákvæður og brosa því þá er allt svo miklu auðveldara og skemmtilegra.

Sara Dögg Hilmisdóttir

8. SKB