ABC börnin og söfnunin

Í desember vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu. Við þurftum að safna 84 þúsund til að styrkja þau í eitt ár en við gerðum enn betur, náðum 105.348 kr. Mismunurinn er geymdur á bók þar sem misvel gengur að safna milli ára og gott að eiga smá varasjóð.

Við fengum póst frá starfsfólki ABC á Íslandi þar sem þau eru innilega þakklát fyrir það sem við í Giljaskóla erum að gera og senda bestu kveðjur til nemenda og starfsfólks skólans.

Við sendum Ibrahim og Kevine jólakort og smá pakka með ritföngum.

Einnig fengum við jólakveðju frá þeim.