ABC börnin og söfnun

Í janúar vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu. Við þurftum að safna 84 þúsund til að styrkja þau í eitt ár og við náðum því, þar sem rúmlega 88 þúsund voru í sparigrísunum.

Um jólin barst okkur jólakort frá þeim þar sem þau þökkuðu fyrir sig (sjá meðfylgjandi mynd).