6. bekkur í kringum landið

Í apríl var hreyfiáskorun í 6. bekk. Nemendur voru hvattir til að ganga, hlaupa eða hjóla og safna kílómetrum til að komast saman í kringum Ísland. Þess má geta að hringvegurinn (þjóðvegur 1) er 1322 km en gerðu nemendur gott betur en það og fóru þeir samtals 1561 km. Hér má sjá árangur nemenda.