5. bekkur safnar birkifræjum vegna landsátaks í söfnun og sáningu birkifræs

Nemendur 5. bekkjar í Giljaskóla söfnuðu í dag birkifræjum í tengslum við landsátak í söfnun og sáningu birkifræs sem hófst haustið 2020. Íslensk stjórnvöld stefna að því að stækka birkiskóga landsins, en markmið Íslands er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins en í dag vaxa birkiskógar aðeins á 1,5% landsins.

Það að taka þátt í verkefninu gefur unga fólkinu okkar færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is