2. desember - samkoma í tengslum við fullveldisdaginn og skreytingadagur

Mánudaginn 2. des kemur allur skólinn saman í íþróttasal skólans kl. 8.50 til að eiga huggulega stund saman, syngja og hlýða á fróðleik í tengslum við fullveldisdaginn. Að þessu sinni verður þetta ekki sparifatadagur, m.a. vegna þess að þennan dag notum við líka til að föndra og skreyta skólann.