„Mig langar að borða án þess að þurfa að drífa mig“

Giljaskóli er frábær skóli. Það eru margir góðir kostir við hann en það eru líka nokkrar leiðir til að gera Giljaskóla að betri skóla.

Ég er í áttunda bekk og nýkomin upp á unglingastig, það var pínu erfitt að vera nýr á unglingastigi. Til dæmis þegar maður þurfti að vera að flakka á milli kennslustofa og þegar skáparnir komu. Það hefur lengi verið talað um að fá skápa. Að hafa skápa er mjög góður kostur. Þá þarf maður til dæmis ekki að vera með allt dótið sitt hvert sem maður fer. Þegar maður kemur upp á unglingastigið eru íþróttir og sund kynjaskipt. Einu sinni í viku er alltaf sund beint eftir íþróttir sem er alveg ágætt en þegar sundið er búið höfum við svo lítinn tíma til að græja okkur. Mér finnst við mega fá aðeins meiri tíma eftir sund til að græja okkur. Eftir sund á að vera nesti í matsal en við höfum svo lítinn tíma í nesti svo við þurfum alltaf að borða nestið okkar í tíma sem mér finnst ekkert sérstakt. Mig langar að borða án þess að þurfa að drífa mig. Sumir fá sér graut sem er alltaf borinn fram í matsalnum. Þá þarf maður að labba með hann alveg upp á 3.hæð og þá er tíminn kannski byrjaður.  Maturinn hér í skólanum er alveg frábær og það er mjög góður kostur. Það má fá sér 3 sinnum á diskinn en stundum er skammtað svo lítið á diskana og kennararnir fá alltaf miklu meira en við. Þegar það er ekki til nóg eða maturinn er ekki tilbúinn þá fær maður alltaf eitthvað annað í staðinn eða að maður þarf stundum að bíða eftir matnum og þá verður maður of seinn í tíma.

Þetta voru helstu kostir og gallar við Giljaskóla. Hvernig allt breytist þegar maður kemur upp á unglingastig. Annars er Giljaskóli alveg frábær.

Rannveig Sif Þórhallsdóttir 8.HJ