Til hamingju foreldrar !

Þið hafið staðið ykkur alveg rosalega vel að manna hverfisröltið sem var sett á laggirnar í byrjun janúar. Hefur það farið fram úr okkar björtustu vonum hve vel hefur til tekist og eigið þið bestu þakkir fyrir. Foreldraröltið er hverfinu okkar til hagsbóta, það hefur forvarnargildi, eykur öryggi barna okkar og stuðlar að auknum samskiptum milli foreldra. Það er von okkar að þetta haldi áfram svona út skólaárið og við munum byrja aftur af fullum krafti með foreldraröltið næsta haust.

Biðjum við ykkur um að hafa gott auga með hverfinu okkar í sumar.

Bestu kveðjur, 
Stjórn foreldrafélagsins