Kynningar- og umræðufundur

Kynningar- og umræðufundur vegna fyrirhugaðs foreldrarölts verður fimmtudagskvöldið 22. sept. kl. 20:00 í sal Brekkuskóla. Hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að mæta þar sem þetta skiptir okkur öll máli. Mikilvægt er að heyra sjónarmið sem flestra foreldra/forráðamanna á þessu samfélagsverkefni sem stuðlar að auknu öryggi barna í okkar hverfi.