Kvíði barna og unglinga - foreldranámskeið

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við geðsvið Landspítalans endurtaka foreldranámskeiðið Kvíði barna og unglinga - foreldranámskeið sem hefur fengið mjög góða dóma undanfarin misseri. Námskeiðið er ætlað foreldrum og umönnunaraðilum barna og unglinga.


Á þessu þriggja kvölda námskeiði, sem byggir á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin, hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíða. Helstu viðhaldandi þættir verða kynntir, s.s. hughreysting, hugsanaskekkjur, flótti og forðun.

Kynntar verða helstu kvíðaraskanir barna og unglinga, aðskilnaðarkvíða, almenna kvíðaröskun, fælni, ofsakvíða, félagskvíða, kjörþögli og áráttu-þráhyggjuröskun.

Auk þess verður farið í uppeldisaðferðir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíða með stigvaxandi hætti.

Kennslan byggir á fyrirlestrum um ofangreinda þætti, umræðum og léttum verkefnum.

Kennarar eru Berglind Brynjólfsdóttir og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingar á Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 18. október en skráningarfrestur er til 11. október. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://www.endurmenntun.hi.is/Namsframbod/Namskeid/Menningogsjalfsraekt/Nanarumnamskeid/24h11