Krefjast þess að gæði skólastarfs í landinu verði tryggð

Heimili og skóli, landssamtök foreldra, krefjast þess að ríkisstjórn og sveitarfélög landsins tryggi gæði skólastarfs á öllum skólastigum á landinu og gangi ekki á lögbundin réttindi skólabarna nú þegar skera á niður útgjöld hins opinbera. Þetta segir í ályktun frá samtökunum.

Þá segir að enn fremur sé kallað eftir raunverulegu samráði við foreldra áður en ákvarðanir um breytingar á skólastarfi verði teknar.