Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs

Fimmtudaginn 14. mars stendur Náum áttum hópurinn fyrir morgunverðarfundi á Grand-hótel kl. 8.15 – 10.00.

Fundurinn ber yfirskriftina „Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs – hvað virkar og hvað virkar ekki?“

Á mælendaskrá eru þeir Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og lektor í tómstundafræðum við HÍ og dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og lektor við HR. Fundurinn verður með nýju fyrirkomulagi að þessu sinni, hvor frummælandi flytur 10 mínútna langt erindi í byrjun en síðan taka þeir við fyrirspurnum og eiga í samtali við salinn. Áhugafólk um íþróttir og forvarnarstarf ætti ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara.

sjá nánar á http://www.naumattum.is/