Bréf sent foreldrum í nóvember 2010

Við viljum vekja athygli á því að ekki eru komnir bekkjarfulltrúar á skrá í alla bekki skólans. Hér má sjá lista yfir bekkjarfulltrúa á skrá: http://giljaskoli.is/static/files/bekkjarfulltruar%2010_11.pdf  Það er mikilvægt fyrir foreldrasamstarfið og samstarf heimila og skóla að skipaðir séu bekkjarfulltrúar í hverjum bekk, en þeir eru tengiliðir foreldra innan bekkjana og tengiliðir fyrir foreldrafélagið inn í bekki. Auk þess sjá bekkjarfulltrúar um að skipuleggja eitthvað sem foreldrar og börn, innan hvers bekkjar geta gert saman og leggur foreldrafélagið á hverju ári til peninga  (500 kr.fyrir hvert barn) til að koma á móts við slíkar skemmtanir. Bekkjarfulltrúum er bent á að nálgast peninga hjá Tryggva Haraldssyni gjaldkera foreldrafélagsins: email: tryggvi.haraldsson@becromal.it  gsm: 840-4807.

Nú í nóvember hefst innheimta árgjalds foreldrafélagsins. Foreldrar allra barna í skólanum eru meðlimir í foreldrafélaginu nema þeir óski eftir öðru. Eins verður staðið að innheimtunni og síðustu ár og verða gjöldin óbreytt. Annað foreldri fær sendan gíróseðil í heimabankann sinn og eruð þið vinsamlegast beðin að greiða eins fljótt og hægt er. Athugið að þessi gíróseðill flokkast sem valkrafa og þarf því stundum að leita að honum í heimabankanum, hann birtist ekki alltaf sjálfkrafa í „ógreiddir reikningar“.

Að lokum langar okkur að benda á heimasíðu foreldrafélagsins: http://giljaskoli.is/foreldrar/ en þar er að finna upplýsingar um foreldrafélagið, nöfn og netföng stjórnarmeðlima, fundargerðir stjórnar, upplýsingar um bekkjarfulltrúa, hlutverk bekkjarfulltrúa og hlutverk foreldrafélagsins. Einnig er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og tengla sem snúa að foreldrum og foreldrasamstarfi. Ef þið hafið spurningar eða ábendingar er varða skólastarfið eða störf foreldrafélagsins, viljum við endilega benda ykkur á að hafa samband við melimi stjórnarinnar..

Með von um gott samstarf og öflugt foreldrafélag í Giljaskóla
Stjórnin