Áfallahjálp

Hlutverk áfallateymis (aðgerðateymis) við þær aðstæður sem nú eru:
Í áfallateymi/aðgerðateymi eru skólastjórnendur og námsráðgjafi. Einstaklingar geta leitað til starfsmanna í áfallateymi vegna eigin vanlíðunar eða til að benda á samstarfsmenn eða nemendur sem þeir hafa áhyggjur af.

Hlutverk starfsmanna í áfallateymi er að sinna fyrstu skrefum í sálrænum stuðningi, hlusta og sýna hluttekningu, vísa á aðila sem leita má til og í einhverjum tilvikum að fylgja einstaklingi fyrstu skrefin í lausnaleit.

Allir starfsmenn hafa það hlutverk að styðja við samstarfsmenn og nemendur í vanda, sé eftir því leitað, en hið formlega hlutverk liggur hjá starfsmönnum áfallateymis. Aðgerðaáætlun við áföllum í Giljaskóla má finnahér.

Hlutverk umsjónarkennara:
Skv. lögum nr. 91/2008 13.gr. er hlutverk umsjónarkennara m.a:
…..fylgjast náið með líðan nemenda og almennri velferð hans.
Við þær aðstæður sem eru í þjóðfélginu í dag þarf að huga sérstaklega að:

o     gefa sér tíma til að horfa, skynja og skoða
o     gefa sér tíma til þess að hlusta á nemendur og samstarfsmenn
o     gefa sér tíma til þess að gefa ráð
o     byggja upp traust í samskiptum
o     vera vakandi fyrir breytingum á atferli nemenda
o     vera í sambandi við foreldra og heimili
o     leita aðstoðar samstarfsfólks/samkennara/stýrimanna
o     leita aðstoðar stjórnenda/áfallateymis

 

Gagnlegir tenglar:

Landlæknir

Lýðheilsustöð

Rauði krossinn

Heilsugæslan Akureyri

Félagsmálaráðuneytið

Aðstoð við börn eftir áfall 

Glærur um sálrænan stuðning

Aðilar á Akureyri sem leita má til
 

Hjálparsími Rauða krossins er: 1717

Upplýsingamiðstöð, sími: 800 1190 og 545 8950, netfang:midstod@mfa.is