Skýringar við skóladagatal

Lög segja til um fjölda skóladaga nemenda og fjölda skipulagsdaga kennara bæði á skólatíma og á undan og  á eftir skólaárinu. Á tímabilinu frá miðjum ágúst til miðs júní skulu nemendur fá 180 skóladaga, þar af 170 samkvæmt stundaskrá en 10 daga má nýta á annan hátt. Starfsdagar kennara eru 5 á starfstíma nemenda og sex dagar þess utan. Þá daga sem gera má ráð fyrir að breytingar verði á stundaskrá kennara köllum við ýmist uppbrotsdaga eða skerta daga og eru þeir merktir sérstaklega á skóladagatal. 

Uppbrotsdagar (gráir á skóladagatali) eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Þessir dagar mega vera 10 talsins á hverju skólaári. Á uppbrotsdögum tekur vinnuframlag kennara mið af dagskrá og skipulagi uppbrotsdagsins. Að lokinni dagskrá uppbrotsdagsins hafa undirbúningur og úrvinnsla kennslu alltaf forgang. Uppbrotsdagur getur verið hálfur dagur eða hluti dags. 

Skertir skóladagar (gulir á skóladagatali) nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið 10 talsins skv. ákvörðun menntamálaráðuneytis og er m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, foreldraviðtalsdaga, jólaskemmtanir, íþrótta- og útivistardaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Þessa daga tekur vinnuframlag kennara mið af fjölda kennslustunda í stundatöflu kennara auk annarra faglegra

Að öðru leyti skipuleggja skólastjóri og kennarar skólaárið.  Skóladagatalið er birt á heimasíðu skólans. Birt með fyrirvara um breytingar.

 

Dagar

Viðburðir

24. ágúst

Skólasetning er á sal skólans eða í íþróttahúsi skv. auglýsingu á heimasíðu skólans. Skólastjóri flytur ávarp og kynnir nýtt starfsfólk.  Lesin upp nöfn nýrra nemenda eða allra í bekknum, sem fara síðan í sína heimastofu.  Þar ræðir kennari við nemendur og þá foreldra sem með koma og afhendir þeim er ekki hafa fengið stundaskrá og innkaupalista.  Í tengslum við skólasetningu eru flestir kennarar með námskynningar og  spjall um það sem framundan er í vetur.   Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá næsta dag.

Skólabyrjun hjá 1. bekk hefst með tveimur viðtalsdögum 24. og 25. ágúst.

4. sept.

Útivist - Göngu- og hjóladagur: Gert er ráð fyrir að allir árgangar skólans fari í göngu- eða hjólaferðir í nágrenni skólans.

7. - 11. sept.

7. bekkur - Skólabúðir á Reykjum.

8. sept.

Dagur læsis. Vinna í tengslum við dag læsis. Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Í yfirlýsingu frá UNESCO, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, segir að læsi teljist til grunnlífsleikni. Læsi er að sönnu kjarni alls náms og er undirstaða hverrar kennslustundar, þannig að í raun má segja að hver og einn dagur sé dagur læsis. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði. Læsi er skilgreint sem lestur, hlustun, tal og ritun.

16. sept.

Dagur íslenskrar náttúru. Hinn 16. september ár hvert er nú tileinkaður íslenskri náttúru. Giljaskóli er grænfánaskóli. Stefnt er að því að hver árgangur sinni ákveðnum verkefnum og má þar nefna gönguferðir og athugun á umferð. Einnig vinnur skólinn að söfnun á úrgangi til endurvinnslu, fræðslu um umhverfisvernd,  náttúruskoðun, dýraskoðun  o.fl.

18. sept.

Hringekja. Öllum nemendum skólans er skipt upp í aldursblandaða hópa. Hver hópur ferðast á milli 12 mismunandi stöðva yfir daginn. Þema hringekjunnar er fjölgreindir og taka stöðvarnar mið af því að unnið sé með ólíkar greindir

21. sept.

Skipulagsdagur. Lögð lokahönd á námsvísa ásamt öðrum undirbúningi.

24. og 25. sept.
1. og 2. okt.

Samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 7. og 4. bekk

20. okt.

Skipulagsdagur. Undirbúningur kennarar vegna námssamtala.

21. okt.

Námssamtöl. Nemendur og foreldrar hitta kennara og eiga samtal um námsframvindu.

8. nóv.

Baráttudagur gegn einelti

Þessa viku vinna nemendur forvarnarverkefni gegn einelti skv. forvarnaráætlun skólans.

16. nóv.

Dagur íslenskrar tungu. Dagur íslenskarar tungu er 16. nóvember, á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Sameiginleg dagskrá er á sal. Tónlistarkennari spilar á hljóðfæri og stjórnar fjöldasöng þar sem sungin eru kvæði eftir höfundinn og ættjarðarljóð.  

Stóra upplestrarkeppnin er haldinn í 7. bekk  og hefst á Degi íslenskrar tungu. Ingunn Sigmarsdóttir, skólasafnskennari, hefur umsjón með verkefninu.

19. - 20. nóv

Þemadagar í tengslum við Dag mennréttinda sem er 20. nóv.(2 dagar). Þemadagar eru haldnir ár hvert að hausti. Allir nemendur skólans vinna að sameiginlegum þema sem tileinkað verður vinnnu með Barnasáttmálann.

1. des

Fullveldisdagurinn haldinn hátíðlegur með skipulegri dagskrá að hluta til á sal og að hluta til í bekkjum. Á sal er söngur, upplestur og rifjað upp tilefni þess að við höldum 1. desember hátíðlegan. Í bekkjunum fer fram fræðsla og er hún í höndum kennara.

2. des.

Skreytingadagur - vinabekkir. Markmiðið er að hafa desember afslappaðan og notalegan mánuð. Undanfarin ár hefur 2. desember verið skreytingadagur og nemendur hafist handa við að gera skólann jólalegan á að líta, m.a. með því að mála jólamyndir í glugga.  Síðustu dagana fyrir jólafrí er sameiginleg morgunstund þar sem nemendur koma saman og syngja jólalög, svokallaður svalasöngur. Nemendur 6. bekkjar æfa helgileik og sýna á sal fyrir nemendur skólans.

18. des.

Litlu jól. Litlu jólin eru hefðbundin. Nemendur koma fyrst saman í heimastofum, mæta prúðbúin, gjarnan með kerti, kennari les jólasögu og jólaguðspjallið. Síðan er haldið í íþróttasalinn þar sem allir nemendur ganga í kringum jólatré og syngja jólalög. Að því loknu halda nemendur aftur í stofu, borða nesti og eiga huggulega samverustund.

4. jan.

Skipulagsdagur. Undirbúningur kennara vegna námssamtala

2.-3. feb.

Námsviðtöl.  Nemendur og foreldrar hitta kennara og eiga samtal um námsframvindu.

5. feb.

Dagur stærðfræðinnar. Alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar er haldinn fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.

9. feb.?

Útivist - Skíðadagur.

23. - 25. feb.

Kvikmyndadagar (3 dagar). Þemadagar 8.-10. bekkja eru þrír, eins og hjá yngra stigi, og haldnir ár hvert að vori í tengslum við árshátíðina. Á eldra stigi er komin á sú hefð að unnið er að gerð leikinna stuttmynda. Á árshátíðardögum eru síðan veitt verðlaun,  Giljarinn, fyrir bestan árangur í ýmsu tengt gerð stuttmyndanna.

16. og 19. mars og

23.-24. mars

Árshátíð. Hefðbundið skólastarf er brotið upp og allir nemendur skólans taka þátt í árshátíð. Markmiðið er að efla félagsþroska, þjálfa framsögn, leikræna tjáningu  og framkomu og síðast en ekki síst hafa gleði og gaman af.  Nefnd skipuð starfsfólki skólans vinnur að undirbúnings- og skipulagsvinnu. Skólahópi frá leikskólunum Kiðagili og Tröllaborgum er boðið á nemendasýningu. Sýningargestir greiða aðgangseyri sem fer í nemendasjóð bekkja vegna vorferða. Nemendur/foreldrar 10. bekkjar leggja til veitingar og selja kaffi eftir sýningar. Andvirði kaffisölunnar rennur í ferðasjóð bekkjarins.

6. apríl

Skipulagsdagur. Innanhússþing

21. maí

Skipulagsdagur. Unnið að námsmati fyrir skólaárið

3., 4. og 7. júní

Vettvangsdagar. Vorferðir tengjast síðustu skóladögunum, skemmtun og nám fléttast saman. Árgangar fara allir eitthvað en nú er lögð áhersla á styttri ferði; göngu-, hjóla- eða strætóferðir. Listi er til  yfir mögulegar ferðir sem tengjast hverjum árgangi.

Ágóði af árshátíð er notaður til að gera nemendum kleift að gera sér þennan dagamun.

Nemendur tíunda bekkjar fara í vorferð og hafa safnað fyrir henni í langan tíma. Ferðarinnar er jafnan beðið með óþreyju og hefur alltaf heppnast afar vel.

8. júní

Skólaslit. Skólaslit eru í sal íþróttahúss fyrir alla nema nemendur 10. bekkjar. Skólastjóri flytur ávarp og veittar eru viðurkenningar í fjórða og sjöunda bekk. Nemendur fara síðan með kennurum sínum í heimastofur og þar fá þeir afhentar einkunnir og eiga kveðjustund. 

Skólaslit 10. bekkjar fara fram í Glerárkirkju síðdegis. Þangað mæta allir starfsmenn og forráðamenn nemenda.  Nemendur flytja tónlistaratriði, skólastjóri ávarpar nemendur og kveður þá. Fulltrúi nemenda flytur ávarp. Veittar eru viðurkenningar fyrir árangur í námi og starfi og allir fá rós í kveðjuskyni. Eftir athöfnina og myndatöku er boðið í kaffi og kökur sem foreldrar 10. bekkjar og skólinn leggja til en foreldrar 9. bekkinga ganga um beina.

Auk þessa: Ýmsar fastar/ óvæntar  uppákomur, s.s. vettvangsferðir, íþróttaleikar, gönguferðir, skíða- og skautaferðir, tónleikar og fleira sem upp kemur og ekki er hægt að festa á dagatali en auglýst þegar þar að kemur. Hér fyrir neðan er nokkrum föstum uppákomum eða starfi lýst.

Íþróttadagar

Markmið með íþróttadögum er að vekja nemendur til umhugsunar um gildi íþrótta og vekja áhuga á reglubundinni heilsurækt og íþróttaiðkun auk þess að opna augu nemenda fyrir því hvernig þeir geta nýtt næsta umhverfi skólans til íþrótta og hreyfingar. Verkefni  eru m.a.

  • farið á skauta með alla nemendur skólans 

  • farið í ýmsa útileiki við skólann

  • haldin bekkjarkeppni í knattspyrnu og höfðingjaleik milli bekkja í hverjum árgangi

  • farið í Hlíðarfjall til iðkunar á vetraríþróttum

  • Giljaskólaleikar á vorin

  • frjálsíþróttamót allra grunnskóla bæjarins á vegum UFA. Nemendur í 4.-7. bekk etja kappi í ýmsum frjálsíþróttagreinum, s.s. langstökki og 60 m hlaupi.

Vinabekkjasamstarf

Sú hefð hefur skapast að samstarf sé á milli vinabekkja nokkrum sinnum yfir veturinn. Vinabekkir eru einn yngri bekkur og einn eldri bekkur. Skiptingin er þessi; fyrsti og sjötti bekkur, annar og sjöundi, þriðji og áttundi, fjórði og níundi, fimmti og tíundi. Samstarfið heldur síðan áfram svo lengi sem bekkirnir eru í skólanum. Markmiðið er að þessir nemendur kynnist og læri að vinna saman að ýmsum verkefnum. Einnig er þetta gert með forvarnargildi í huga varðandi einelti. Á haustin  er útivist skipulögð með þetta samstarf í huga.  

Skólahlaup

Í september tekur skólinn  þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Markmið með hlaupinu er að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur í 1.-4. bekk hlaupa 2,5 km. en nemendur í 5.-10. bekk geta valið um að hlaupa 2,5 eða 5 km. Hlaupið fer fram á skólatíma.

Skólahreysti

Hugmyndin byggir á því að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautum. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í m.a. upphífingum, armbeygjum og hraðaþraut.

Fegrunar- og hreinsunardagur

Í maí, í tengslum við hreinsunarviku Akureyrarbæjar, fer fram hreinsunarátak í skólanum. Átakið er tengt umhverfisfræðslu. Verkefnin tengjast því að fegra og hreinsa skólann og nánasta umhverfi hans fyrir sumarið. Nemendur fara út á mismunandi tímum dagsins til að vinna ákveðin verkefni sem hver árgangur ber ábyrgð á.

Gróðursetningardagur

Sótt er um plöntur í Yrkjusjóð. Fjórði bekkur gróðursetur plöntur í samráði við skógræktarfélagið og er staðsetning ár hvert fundin í sameiningu. Bæði hefur verið gróðursett í Kollugerðismóum og rjóðri fyrir neðan Hlíðarbraut. Aðstoð og verkfæri fengin að láni frá Umhverfisdeild.

Kennsludagar o.fl. skólaárið 2020-2021

Fylgiblað með skóladagatali

Mánuður  Skóladagar nemenda  Undirb.d. kennara á starfstíma  Undirb.d. kennara fyrir og eftir skólabyrjun

Ágúst

7

 

5

September

20

1

 

Október

21

   

Nóvember

20

1

 

Desember

15

   

Janúar

20

1

 

Febrúar

17

   

Mars

24

   

Apríl

14

1

 

Maí

18

1

 

Júní

4

 

3

Samt.

180

5

8

Ath.: Skóladagar nemenda eiga að vera 180

Undirbúningsdagar kennara á starfstíma skóla eiga að vera 5. Heimilt að fella þá að hluta eða öllu leyti inn í vikulegt vinnuskipulag og lengist þá vikuleg vinnuskylda sem því nemur (gr. 2.1.5.2).

Undirbúningsdagar kennara utan starfstíma skóla eiga að vera 8 (gr. 2.1.5.2) (Endurmenntunar- og undirbún.d. kennara ( gr. 2.1.6.1 í kjarasamn.) eru utan ofangreindra daga.)

Sundurliðun á skóladögum nemenda:

Bekkur  Kennsludagar  Prófdagar*  Skólasetn./ skólaslit  Aðrir skóladagar**  Samtals

1.

168

 

2

10

180

2.

170

 

2

8

180

3.

170

 

2

8

180

4.

168

2

2

8

180

5.

170

 

2

8

180

6.

170

 

2

8

180

7.

168

2

2

8

180

8.

170

 

2

8

180

9.

167

3

2

8

180

10.

170

 

2

8

180

 

                                                                                                                                                                                                

 

*Prófadagar vegna samræmdra prófa eru tveir í 4. og 7. bekk en þrír í 9. bekk. Engin skerðing á kennslu.

**Skýring á öðrum skóladögum:                                                                                               

Námsviðtöl við nemendur og foreldra                                                                                            

Litlujól                                                                                                  

Vettvangsferðir-útivist-vorferðir                                                                                               

Árshátíð - árshátíð og stuttmyndadagar eru fjórir seinnipartar og eitt kvöld eftir fulla kennslu. Tveir tvöfaldir dagar.                                                                                                               

Hringekja - fjölgreindarleikar                                                                                                      

Skólasetning/skólaslit.