Viðurkenningar frá fræðsluráði

Fimmtudaginn 14. júní boðaði fræðsluráð til samverustundar í Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum, skólaárið 2017-2018. 

Óskað var eftir tilnefningum frá starfsfólki skóla og foreldrum um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar. Sjá frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Viðurkenningar frá Giljaskóla hlutu:

Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, nemandi, fyrir félagslega færni, vandvirkni og metnað í námi.

María Catharina Ólafsdóttir Gros, nemandi, fyrir einstakan árangur í íþróttum, elju og úthald í námi.

Elín Sigríður Eyjólfsdóttir, ritari/umsjónarmaður Frístundar, fyrir dugnað og útsjónarsemi í fjölþættum störfum í þágu Giljaskóla.

Vala Stefánsdóttir, deildarstjóri, fyrir eljusemi, lausnamiðaða hugsun og skapandi hugmyndir í vinnu valgreinanefndar grunnskólanna.

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.