Verkefnið Göngum í skólann hefst í dag

Giljaskóli er skráður til þátttöku í verkefnið Göngum í skólann sem hefst miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega 9. okt. Markmið verkefnisins eru m.a. að:

  • hvetja til aukinnar hreyfingar og stuðla að heilbrigðum lífsstíl.
  • minnka umferð við skóla og draga úr mengun og hraðakstri nálægt skólum.
  • stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál.
  • auka vitund um reglur þær er lúta að öryggi á göngu og hjóli.

Í skólanum verður lögð áhersla á að, hvetja börnin til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og fræðslu um hvernig við ferðumst á öruggan hátt í umferðinni. Virkur ferðamáti telst t.d. að ganga, hjóla, fara á hjólabretti eða línuskautum og taka strætó.  Í vikunni munu kennarar vinna verkefni þessu tengt og upplagt að taka umræðuna líka heima og hvetja nemendur til að velja virkan ferðamáta.