Útivistardagur næsta föstudag

Við frestuðum útivistardegi 4. september vegna veðurs en nú er hann kominn á dagskrá næstkomandi föstudag, 18. september. Nemendur skólans munu þá njóta útivistar og hreyfingar þennan dag og fá foreldrar nánari skilaboð um það frá umsjónarkennurum.
Veðurspáin er góð og vonumst við til að við getum notið veðurblíðunnar.