Unicef hreyfingin

Í dag fór fram áheitahlaup Giljaskóla til styrktar verkefna UNICEF. Það voru kátir krakkar sem hlupu í blíðskaparveðri og margir náðu markmiðum sínum og gott betur. Allir þeir sem tóku þátt í hlaupinu fengu svokallaðan "heimspassa" og límmiðarnir inn í honum eru til marks um hversu marga hringi viðkomandi fór. Þeir sem hétu á sín börn geta sett peninginn í umslagið sem fór heim í vikunni og nemendur koma með það í skólann og skila til sinna umsjónarkennara. Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning UNICEF og eru upplýsingar varðandi það hér fyrir neðan. Þess ber að geta að áheitin eru meira til gamans og ef að fólk vill styrkja gott málefni þá má senda pening í umslagi eða leggja inn burtséð frá hlaupum.