UNICEF hreyfing

Í dag fór fram hreyfing hjá okkur í Giljaskóla til styrktar verkefna UNICEF.  Allir þeir sem tóku þátt í hreyfingunni fengu svokallaðan "heimspassa" og límmiðarnir inn í honum eru til marks um hversu marga hringi viðkomandi fór. Þeir sem hétu á nemendur geta lagt inn á þessa söfnunarsíðu hér:  https://sofnun.unicef.is/team/giljaskoli-hreyfingin-2023  
Þess ber að geta að áheitin eru meira til gamans og ef að fólk vill styrkja gott málefni þá má leggja inn burtséð frá hreyfingu.

Nemendur gátu að sjálfsögðu tekið þátt í UNICEF - Hreyfingunni án þess að nokkur héti á þau. Engin skylda er að safna áheitum. Þátttakan ein og sér er mikilvæg og nemendur geta sýnt velvilja sinn með því að láta sig málefnið varða og tala til dæmis um það við fjölskyldu sína og vini.