Tóbakslaus bekkur

Nemendur í 7. HR tóku þátt í verkefni í vetur sem Embætti landlæknis leggur fyrir. Verkefnið kallast Tóbakslaus bekkur og þurfa nemendur að búa til áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. 7., 8. og 9. bekkur mega taka þátt. Okkar krakkar ákváðu að búa til stuttmynd og lag og lögðu mikla vinnu og metnað í verkefnið. Þau sáu um handritsgerð, lag, textagerð, upptökur, leik, leikmuni, klæðnað og klippingu ásamt því að skrifa undir að hafa verið tóbakslaus í vetur. Embætti landlæknis fékk send verkefni frá 230 bekkjum af landinu öllu og verðlaunaði 10 verkefni sem þóttu skara fram úr, en 7. HR átti eitt þeirra og fær bekkurinn 5 þús. krónur á hvern nemanda til að gera eitthvað skemmtilegt nú á vordögum. Hér er hægt að skoða sigurverkefnin vef Embættis landlæknis.