Tími til að lesa - tökum þátt!

Nú styttist í páskafrí hjá nemendum. Nauðsynlegt er að allir hafi nóg fyrir stafni á þessum sérkennilegu tímum og sinni fjölbreyttum og nærandi viðfangsefnum. Við í Giljaskóla höfum verið að vinna mikið með lestur og lesskilning í vetur og viljum við hvetja nemendur til að vera duglegir að lesa í páskafríinu. Einnig minnum við á mikilvægi foreldra og annarra fjölskyldumeðlima við að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum. Því er kjörið að fjölskyldur taki höndum saman, virki keppnisskapið og skrái sig til leiks í verkefnið Tími til að lesa.

Hér má sjá myndband með Gunnari Helgasyni þar sem hann býður okkur landsmenn velkomin til þátttöku í verkefnið og hér er annað myndband þar sem Ævar vísindamaður mælir með góðri bók.