Til foreldra / forráðamanna barna í Giljaskóla

Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda í dag um frekari takmarkanir í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19 má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi. Við munum endurskipuleggja skólastarfið í samræmi við nýja reglugerð um skólastarf sem von er á um helgina. 

Þið fáið upplýsingar um fyrirkomulagið framundan um leið og það liggur fyrir, trúlega seinnipartinn á sunnudag.

Nú þurfum við halda í bjartsýnina og klára þetta í sameiningu.

Með kærri kveðju frá skólastjórnendum í Giljaskóla,

Kristín, Vala og Helga Rún