Stuttmyndakeppnin Stulli

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Hofi í gær, fimmtudagskvöldið 11. apríl. Markmið stuttmyndakeppninnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna list sína á sviði kvikmynda og keppa meðal jafningja til verðlauna. Keppnin er á vegum félagsmiðstöðvanna og Ungmennahúss. Hún var að þessu sinni haldin í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri og því var aldurstakmark þátttakenda 13-18 ára. Keppnin var einnig styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyjafjarðar.

Nemendur úr 9. RK í Giljaskóla urðu í 3. sæti, þær Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir, Agnes Vala Tryggvadóttir og María Björk Friðriksdóttir. 
Stórglæsilegt og óskum við þeim innilega til hamingju !