Spilavist unglingastigs

Efnt var til hinnar árlegu félagsvistar unglingastigs Giljaskóla þann 17. maí sl. Þá komu saman allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk og spiluð vist upp á gamla mátann. Venja er að spilað sé saman í aðdraganda jóla en vegna fjöldatakmarkana í desember varð að fresta spilamennskunni fram á vorið. Það voru því spilaþyrstir nemendur sem sprettu sig á trompunum fjórum, grandi og nólói undir styrkri stjórn Sigfúsar Aðalsteinssonar og höfðu gaman af.