Skólaþing Giljaskóla

Þingið tók til umfjöllunar líðan og samskipti í skólanum og var efninu skipt í fjóra flokka:
1.  Hvernig viljum við að nemendum líði í Giljaskóla – og hver stuðlum við að þeirri líðan?
2. Hvernig eiga samskipti milli nemenda að vera – og hvernig stuðlum við að þeim samskiptum?
3. Hvernig eiga samskipti milli nemenda og starfsfólks að vera – og hvernig stuðlum við að þeim samskiptum?
4. Hvernig getur hver og einn stuðlað að vellíðan annarra – og hvernig getur hver og einn stuðlað að eigin vellíðan?
Vikuna á undan þinginu höfðu allar bekkjardeildir fjallað um þetta efni og í kjölfarið voru valdir tveir nemendur úr hverjum bekk, ein stelpa og einn strákur, til að vera þingfulltrúar.
Til viðbótar við nemendur sem valdir voru, komu sex foreldrar og sjö starfsmenn Giljaskóla á þingið.
Þingfulltrúum var skipti í fimm hópa og var hver hópur samsettur af nemendum á ýmsum aldri, 1-2 foreldrum og 1-2 starfsmönnum.
Einn efnisflokkur var tekinn til umfjöllunar á hverju borði. Tvö borð tóku fyrir fyrsta efnisflokkinn.
Borðstjórar voru 1-2 nemendur sem höfðu setið námskeið deginum áður þar sem kennt var hvernig vinnunni skyldi hagað. Stýrðu þeir vinnunni og stóðu sig frábærlega.
Í byrjun skrifuðu allir einstaklingar sínar hugmyndir á miða. Síðan voru allir miðar teknir til umræðu, engum hugmyndum hent út. Loks voru búnir til efnisflokkar úr hugmyndunum.
Aðstoð við skipulagningu og framkvæmd veitti Helgi Þorbjörn Svavarsson og færum við honum bestu þakkir fyrir.
Helstu niðurstöður í hverjum flokki voru teknar saman í mynd, nokkurs konar hugarkort, sem fylgja hér með.

 

Hvernig viljum við að nemendum líði í Giljaskóla?

 

 

Hvernig stuðlum við að þeirri líðan?

 

  

 

Hvernig eiga samskipti milli nemenda að vera?

 

 

 

Hvernig stuðlum við að þeim samskiptum?

 

 

Hvernig eiga samskipti milli nemenda og starfsfólks að vera?

 

 

Hvernig stuðlum við að þeim samskiptum?


 

Hvernig getur hver og einn stuðlað að vellíðan annarra?

 

 


 

Hvernig getur hver og einn stuðlað að eigin vellíðan?