Skólastarfið næstu daga og vikur

Í gærkvöld birti heilbrigðisráðuneytið reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Í kjölfarið höfum við endurskoðað skipulag skólastarfsins frá og með þriðjudeginum 3. nóvember til og með 17. nóvember 2020. Við erum búin að skipta öllum skólanum í hólf/svæði og höfum eins lítil samskipti á milli svæða og við mögulega getum. Við getum vissulega nýtt okkur reynsluna frá því í vor þar sem við erum á svipuðum stað núna og við vorum í mars.

Í þessu skjali eru nánari upplýsingar um fyrirkomulagið.