Skólaslit Giljaskóla þriðjudaginn 8. júní 2021

Þá er þetta skólaár senn liðið. Skólaslit Giljaskóla verða þriðjudaginn 8. júní. Þau verða með ögn breyttu sniði eins og í fyrra, þar sem við búum enn við fjöldatakmarkanir vegna covid-19. Því er ekki unnt að bjóða foreldrum nemenda í 1. - 9. bekk með á skólaslitin að þessu sinni. 

Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar

Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla en fara síðan í stofur til að kveðja bekk og umsjónarkennara.

  • Nemendur í 1. - 3. bekk mæta á sal kl. 9:00

  • Nemendur í 4. - 6. bekk og 1. - 9. bekk sérdeildar mæta á sal kl. 9:30

  • Nemendur í 7. - 9. bekk mæta á sal kl. 10:00

Útskrift 10. bekkjar

Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00. Myndataka af útskriftarnemum og kennurum fer fram í íþróttasalnum fyrir athöfn (um 15:30). Eftir athöfnina verður kaffi í matsalnum fyrir útskriftarnema og foreldra/forráðamenn.