Skólasetning Giljaskóla 24. ágúst 2020

Nú er komið að því að hefja skólaárið 2020-2021 og hlökkum við virkilega til að fá krakkana aftur í skólann.

Skólasetning Giljaskóla verður haldin mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Vegna aðstæðna verður skólasetningin með öðru sniði en venja er og því miður geta foreldrar ekki tekið þátt að þessu sinni en þeir geta fylgst með skólasetningu skólastjóra á slóð sem send verður foreldrum að morgni skólasetningardags. 

Nemendur 2. - 10. bekkjar mæta í sínar heimastofur (sjá neðar) kl. 10:00 og verður skólasetningu skólastjóra varpað á skjá í stofunum. Eftir það fá nemendur upplýsingar um skólastarfið hjá umsjónarkennurum. Gert er ráð fyrir að skólasetningu ljúki í síðasta lagi kl. 11:00. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum 24. og 25. ágúst.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst hjá 2. - 10. bekk og hjá 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst. Valgreinar á unglingastigi hefjast vikuna eftir. 

Sú breyting er orðin á skipulagi hjá okkur að kennsla hefst kl. 8:10 á morgnana, en skólinn opnar 7:50 og er nemendum velkomið að fá sér hafragraut í matsal í upphafi dags.

Varðandi gestakomur í skólann þurfum við að takmarka þær eins mikið og unnt er. Við tökum þó á móti nýjum nemendum í heimsókn með foreldrum sínum og reynum við þær aðstæður að gæta fyllstu varúðar og sóttvarna. Við mælum með því að umsjónarkennari taki á móti gestum í anddyri og fylgi í stofuna í spjall. Nauðsynlegt að spritta hendur við komuna inn í skólann. Leyfilegt er að ganga um skólann, en sleppa öllum snertingum við sameiginlega snertifleti. Í samtali í stofu er þess óskað að starfsfólk og gestir gæti þess að halda fjarlægðarmörkum.

Hér má sjá yfirlit yfir heimastofur árganga og innganga sem nemendur nota:

 Bekkur  Stofur  Inngangur
 1. bekkur  104 og 105  Austurinngangur (að framan)
 2. bekkur  108 og 109 (óbreytt)  Vesturinngangur nyrðri (óbreytt)
 3. bekkur  106 og 107 (óbreytt)  Austurinngangur (að framan) (óbreytt)
 4. bekkur  208 og 209  Vesturinngangur syðri
 5. bekkur  203, 204 og 205 (óbreytt)  Austurinngangur (að framan)
 6. bekkur  206 og 207 (óbreytt)  Vesturinngangur syðri
 7. bekkur  308 og 309  Vesturinngangur syðri
 8. bekkur  306 og 307   Vesturinngangur syðri
 9. bekkur  304 og 305 (óbreytt)  Vesturinngangur syðri
 10. bekkur  303 (óbreytt)  Vesturinngangur syðri
 Sérdeild  Sérdeild  Austurinngangur (að framan)