Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Giljaskóla fyrir nemendur í 2. - 10. bekk verður í íþróttasal Giljaskóla þriðjudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Gert er ráð fyrir að skólasetning taki hálfa til eina klukkustund. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Nemendur 1. bekkjar og foreldrar þeirra verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum 22. og 23. ágúst. Frístund opnar kl. 9:30 á skólasetningardag fyrir þau börn sem þar eru skráð. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst hjá 2. - 10. bekk, en hjá 1. bekk fimmtudaginn 24. ágúst.

Valgreinar á unglingastigi hefjast mánudaginn 28. ágúst.