Skólahald næstu dagana

Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið út að sóttvarnarráðstafanir verði óbreyttar til 9. desember.
Við höldum því okkar fyrirkomulagi hér í Giljaskóla þangað til. Stundatöflur nemenda á unglingastigi eru aðgengilegar á heimasíðu skólans undir heimaskóli.
Áfram munum við bjóða upp á mat og mjólkuráskrift fyrir nemendur í 1. - 7. bekk.

Við leggjum okkur fram um að skapa gleði og góða stemningu hér í skólanum og hugum áfram vel að sóttvörnum.
Saman klárum við þetta verkefni.