Skólahald fellur niður til hádegis á morgun

Vegna veðurs og aðstæðna fellur allt skólahald niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember. Staðan verður tekin kl. 10 í fyrramálið varðandi framhaldið. Foreldrar fá póst þegar nánari ákvörðun hefur verið tekin varðandi skólahald eftir hádegið. Ekki er gert ráð fyrir að boðið verði upp á hádegismat í skólanum.