Regnbogafáninn dreginn að húni

Í morgun drógu nokkrir nemendur regnbogafánann að húni hér við Giljaskóla. Regnbogafáninn er táknrænt merki þess að við fögnum fjölbreytileikanum og viðurkennum ólíka einstaklinga. Á vefsíðu hinsegindaga segir: Frá því að regnbogafáninn varð að tákni í baráttu hinsegin fólks hafa margir aðrir gert fánann að tákni sínu. Gilbert Baker, hönnuður fánans, hefur sagt í fjölda fyrirlestra að fáninn sé eign allra sem berjist fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.