Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í gær

Nemendur og starfsfólk Giljaskóla að leggja af stað í Ólympíuhlaup ÍSÍ
Nemendur og starfsfólk Giljaskóla að leggja af stað í Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur Giljaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Gátu nemendur valið að hlaupa 2,5 km, 5 og 10 km. Með hlaupinu er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Til að skapa góða stemningu var tónlist spiluð við skólann og boðið upp á ávexti.

ÍSÍ mun senda nemendum viðurkenningarskjal á næstu dögum.