Ólympíuhlaup ÍSÍ 11. september

Ólympíuhlaup ÍSÍ (a.k.a. Norræna skólahaupið) hjá nemendum Giljaskóla, verður á morgun, miðvikudaginn 11.september 2019. 

Aðaláherslan er að sem flestir hreyfi sig hvort sem gengið, skokkað eða hlaupið er !

Hringurinn sem farinn er, er 2,5 kílómetrar og hvetjum við starfsmenn að taka einnig þátt

Í boði er að hlaupa/ganga einn til fjóra hringi (2,5 km til 10 km) 

1. bekkur hámark einn hringur,

2. og 3. bekkir hámark tveir hringir,

4. til 10. bekkir mega fara fjóra hringi ef þau leggja af stað innan tímamarka hlaupsins.

 

Nemendur þurfa að koma í viðeigandi klæðnaði til útiveru og að skokka.

Með von og trú um að veðrið leiki við okkur...