Nemendur gæða skólalóðina lífi

Nemendur á mið- og unglingastigi hafa undanfarna daga verið að mála ýmis form á skólalóðina svo hægt sé að vera í ýmsum skemmtilegum leikjum, s.s. pókó, twister og parís. Svo hafa þau útbúið langa og flotta þrautabraut. Það eru list- og verkgreinakennarar sem hafa aðstoðað þau við verkið og Slippfélagið styrkti þau með skærlitaðri málningu.

Sjá má fleiri myndir á Instagramsíðu sjónlista Giljaskóla