Miðstig Giljaskóla vinnur til verðlauna

Í vetur hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í samkeppni á vegum Literacy Planet sem ber heitið Word Mania. Þátttakendur úr skólum frá 78 löndum tóku þátt í að efla læsi og lesskilning í ensku og náðu nemendur Giljaskóla 1.sæti í sínum flokki sem er frábær árangur. Í verðlaun fá þau árs aðgang að Literacy Planet fyrir allan skólann sem kemur sér mjög vel fyrir okkar nemendur á næsta ári. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með þetta flotta afrek.