Jólafatadagur á föstudaginn

Næstkomandi föstudag, 10. desember, ætlum við í Giljaskóla að hafa jólafatadag og gaman væri ef nemendur kæmu í jólapeysum, jólasokkum, jólakjólum eða með jólasveinahúfur.
Það er ekki verið að tala um spariföt og þetta er að sjálfsögðu val.
Höfum gaman í skólanum á aðventunni!